Lög ekki til umræðu 18. október 2004 00:01 Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira