Tónlist

Spænskt þungarokk

Spænsku rokkararnir heimsækja Ísland í byrjun september.
Spænsku rokkararnir heimsækja Ísland í byrjun september.

Spænska þungarokkstríóið Moho heldur tvenna tónleika á Íslandi í byrjun september. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 og síðan þá hefur hún gefið út tvær plötur og spilað víðs vegar um heiminn. Síðasta platan, He visto la cruz al revés, kom út á síðasta ári. Var hún tekin upp á aðeins fimm klukkustundum og þykir bæði hrá og kröftug.

Fyrri tónleikar Moho hérlendis verða á Organ 6. september og þeir síðari verða í Hellinum kvöldið eftir. Nokkrar íslenskar sveitir hita upp fyrir Moho, þar á meðal Forgarður helvítis og Drep.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×