Handbolti

Færeyskir landsliðsmenn í Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rógvi Dal Christiansen þykir öflugur línu- og varnarmaður.
Rógvi Dal Christiansen þykir öflugur línu- og varnarmaður. mynd/fram

Karlalið Fram í handbolta hefur nú samið við tvo færeyska leikmenn, þá Rógva Dal Christiansen og Vilhelm Poulsen.

Rógvi er 26 ára línumaður sem kemur frá Kyndli í Þórshöfn. Vilhelm er tvítug hægri skytta eða hornamaður sem lék áður með H71 Hoyvik. Þeir eru báðir A-landsliðsmenn.

Í frétt á heimasíðu Fram er bakhjörlum félagsins þakkað fyrir að hjálpa til við að landa þessum leikmönnum.

Auk Rógva og Vilhelms hefur Fram fengið Breka Dagsson frá Fjölni. Fram verður einnig með nýjan þjálfara á næsta tímabili en Sebastian Alexandersson er tekinn við liðinu af Halldóri Sigfússyni.

Eins og staðan er núna verða fimm Færeyingar í Olís-deildinni á næsta tímabili. Auk Rógva og Vilhelms eru það Allan Norðberg, Áki Egilnes og Nicholas Satchwell hjá KA.

Fram endaði í 9. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Breki í fótspor föður síns og æskuvinar

Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×