Seinni bylgjan: „Enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og Steinunn í íslenskum handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 15:00 Besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Steinunn Björnsdóttir. vísir/daníel Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast Sjá meira