Forseti Mexíkó reynir allt til að losa sig við forsetaflugvélina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 23:30 Vélin góða. Vísir/AP Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki. Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki.
Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51