Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 14:57 Frá Torrevieja á Spáni. Móðir hins grunaða hefur búið þar ásamt sambýlismanni sínum sem sonur er grunaður um að hafa orðið að bana. vísir/Getty Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54