Boston 1 - Indiana 2 29. apríl 2005 00:01 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig. NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig.
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira