Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 15:40 Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa. Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020 Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020
Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira