Erlent

Samvinna án aðildar Bandaríkjanna

Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Það samkomulag átti að taka gildi í byrjun ársins en tafir hafa orðið á því vegna mótþróa og andstöðu margra lykilríkja samningsins. Da Silva, forseti Brasilíu, sagði í morgun að hann liti svo á að fríverslunarsamningurinn, sem 34 ríki hafa fallist á, væri ekki lengur í gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×