Friðargæsluliðar aldrei í fríi 29. apríl 2005 00:01 Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira