Innlent

Sundabraut í útboð 2007

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að ef allt gengur að óskum verði hægt að bjóða Sundabraut út síðla árs 2007. Þetta kom fram í máli ráðherrans á borgarafundi á Akranesi í fyrrakvöld. Ráðherrann ítrekaði á fundinum að hann biði enn ákvörðunar borgarinnar um veglínu brautarinnar og úrskurðar umhverfisráðherra um þær tillögur sem liggja fyrir. Hann sagði verkhönnun taka tvö til tvö og hálft ár og útboð geta farið fram að henni lokinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×