FL Group íhugar olíuinnflutning 29. apríl 2005 00:01 Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira