„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 19:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í höfuðstöðvunum í dag. MYND/STÖÐ 2 „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
„Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr
Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18
KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30
KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52