Sport

Yngst til að vinna opna ástralska síðan 2008

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sofia Kenin með titilinn.
Sofia Kenin með titilinn. Vísir/Getty

Sofia Kenin vann sinn fyrsta risatitil í tennis í dag þegar hún lagði hina spænsku Garbine Muguruza á opna ástralska meistaramótinu í dag. Er það fyrsta risamót ársins.

Muguruza hóf leikinn betur og vann fyrsta sett dagsins 6-4. Hin bandaríska Kenin kom til baka og vann næsta sett 6-2 og oddasettið einnig 6-2. 

Frábær árangur hjá Kenin sem er aðeins 21 árs að aldri. Hún er yngsti sigurvegari opna ástralska síðan Maria Sharapova vann mótið árið 2008.

„Það er draum­ur að ræt­ast. Ef þú læt­ur þig dreyma og eltir drauminn þá þá mun hann ræt­ast,” sagði Ken­in áður en hún bætti því við að und­an­farn­ar tvær vik­ur væru þær bestu í lífi henn­ar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×