Grindvíkingar fundu vel fyrir skjálftunum: „Ég held að enginn hafi sofið hann af sér“ Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. febrúar 2020 10:52 Skjálftarnir skóku Grindavík og Grindvíkingar tóku vel eftir kraftinum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira