Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 10:00 Hulda söðlaði um vorið 2019 og starfar nú á starfsmannasviði Marel á alþjóðavísu. Hún segir raunverulegu áskoranirnar sínar að ná til alls starfsfólks í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem um sex þúsund starfsmenn starfa um allan heim. Vísir/Vilhelm Hina hláturmildu Huldu Bjarnadóttir þekkja flestir enda þjóðkunn fjölmiðlakona. Í fyrra söðlaði hún um, hætti hjá Árvakri og hóf störf hjá Marel. Þar starfar hún á starfsmannasviði á alþjóðavísu og er starfsheitið hennar á ensku „Global Engagement and Cultural Manager.“ Þetta starfsheiti vísar til helgunar starfsmanna og fyrirtækjamenningu. Spurð nánar um starfstitilinn hlær Hulda og viðurkennir að hún hafi hreinlega haft samband við snillingana hjá Árnastofnun til að fá aðstoð við þýðinguna. Hún segist vongóð um að fá góðar hugmyndir þaðan og ekki er laust við að fleiri ættu að athuga þessa leið þar sem það fjölgar hratt í þeim hópi fólks sem er með starfsheiti á ensku. Skýringin er oftast sú að starfsheitin eru ekki til á íslensku og bein þýðing orða þykir ekki nægilega lýsandi. Í kaffispjalli helgarinnar spyrjum við um starf og verkefni Huldu. Við spyrjum líka alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær það fer að sofa á kvöldin. Eins forvitnumst við um skipulagið. Í hverju felst starfið þitt hjá Marel? „Í grunninn erum við að styrkja og breyta kúltúrnum sem á að styðja við vöxtinn og þær breytingar sem framundan eru. Hjá okkur starfa um sex þúsund starfsmenn þannig að í þetta þarf að leggja mikla vinnu þar sem mikilvægt er að samhæfa og virkja fólkið okkar. Þar er ég að fylgja eftir metnaðarfullri aðferðarfræði sem getur aukið helgun starfsmanna. Það er svo mikilvægt að fólk skilji tilgang þess í heildarsamhenginu og að fólk viti að allir skipta máli.“ En í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Í svona fjölmennu fjölmenningarsamfélagi eins og Marel er, má segja að raunverulegu áskoranirnar mínar felist í að ná vel til alls starfsfólks. Ég er í því uppbyggingarstarfi alla daga þar sem ég er að virkja og upplýsa ólíka hópa. Í raun má segja að ég sé þar í hlutverki samskiptamanneskjunnar. Þessa dagana er ég sérstaklega að fylgja eftir stjórnendaþjálfun sem við lögðum upp með sem nokkurra ára vegferð. Þetta er stjórnendaþjálfun á alþjóðavísu. Svo þarf að koma að mörgum stefnumótandi verkefnum, tólum og tækjum á framfæri innanhús.“ Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er stillt ýmist á 6.15 eða 7.15. Fer svolítið eftir álagspunktum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Í draumaveröld myndi hver dagur hefjast með góðum kaffibolla þar sem ég sæti í fullkominni ró að lesa fréttir. Veruleikinn er auðvitað allt annar. Ég byrja á því að fara niður, ýti á takkan og fæ kaffi í bollan minn. Síðan hefjast hlaupin á milli hæða til að koma mér og öllum öðrum út og inn í daginn. Kaffibollinn er drukkinn þarna einhvers staðar á hlaupunum“ segir Hulda síðan og hlær. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við erum byrjuð að nota TEAMS og því er ég að reyna að tileinka mér það sem aðalverkfærið og aðalsamskiptamiðilinn. Það helsta þá forrit eins og OneNote, Planner, Excel eða Power Point. Svo virka ég best ef ég sé heildarmyndina. Þess vegna byrja ég oftast öll verkefni á að stilla upp stóru myndinni í myndrænni framsetningu, því þannig finnst mér oft best að skilja hlutina sjálf. Til þess að gera það, er Mindmasterinn minn mikilvægt verkfæri en það er svona mind-map hugmyndafræði sem margir þekkja.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint oftast nær. Reyni fyrir miðnætti, finnst best ef ég er komin upp í rúm hálf tólf tólf.“ Tengdar fréttir Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hina hláturmildu Huldu Bjarnadóttir þekkja flestir enda þjóðkunn fjölmiðlakona. Í fyrra söðlaði hún um, hætti hjá Árvakri og hóf störf hjá Marel. Þar starfar hún á starfsmannasviði á alþjóðavísu og er starfsheitið hennar á ensku „Global Engagement and Cultural Manager.“ Þetta starfsheiti vísar til helgunar starfsmanna og fyrirtækjamenningu. Spurð nánar um starfstitilinn hlær Hulda og viðurkennir að hún hafi hreinlega haft samband við snillingana hjá Árnastofnun til að fá aðstoð við þýðinguna. Hún segist vongóð um að fá góðar hugmyndir þaðan og ekki er laust við að fleiri ættu að athuga þessa leið þar sem það fjölgar hratt í þeim hópi fólks sem er með starfsheiti á ensku. Skýringin er oftast sú að starfsheitin eru ekki til á íslensku og bein þýðing orða þykir ekki nægilega lýsandi. Í kaffispjalli helgarinnar spyrjum við um starf og verkefni Huldu. Við spyrjum líka alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær það fer að sofa á kvöldin. Eins forvitnumst við um skipulagið. Í hverju felst starfið þitt hjá Marel? „Í grunninn erum við að styrkja og breyta kúltúrnum sem á að styðja við vöxtinn og þær breytingar sem framundan eru. Hjá okkur starfa um sex þúsund starfsmenn þannig að í þetta þarf að leggja mikla vinnu þar sem mikilvægt er að samhæfa og virkja fólkið okkar. Þar er ég að fylgja eftir metnaðarfullri aðferðarfræði sem getur aukið helgun starfsmanna. Það er svo mikilvægt að fólk skilji tilgang þess í heildarsamhenginu og að fólk viti að allir skipta máli.“ En í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Í svona fjölmennu fjölmenningarsamfélagi eins og Marel er, má segja að raunverulegu áskoranirnar mínar felist í að ná vel til alls starfsfólks. Ég er í því uppbyggingarstarfi alla daga þar sem ég er að virkja og upplýsa ólíka hópa. Í raun má segja að ég sé þar í hlutverki samskiptamanneskjunnar. Þessa dagana er ég sérstaklega að fylgja eftir stjórnendaþjálfun sem við lögðum upp með sem nokkurra ára vegferð. Þetta er stjórnendaþjálfun á alþjóðavísu. Svo þarf að koma að mörgum stefnumótandi verkefnum, tólum og tækjum á framfæri innanhús.“ Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er stillt ýmist á 6.15 eða 7.15. Fer svolítið eftir álagspunktum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Í draumaveröld myndi hver dagur hefjast með góðum kaffibolla þar sem ég sæti í fullkominni ró að lesa fréttir. Veruleikinn er auðvitað allt annar. Ég byrja á því að fara niður, ýti á takkan og fæ kaffi í bollan minn. Síðan hefjast hlaupin á milli hæða til að koma mér og öllum öðrum út og inn í daginn. Kaffibollinn er drukkinn þarna einhvers staðar á hlaupunum“ segir Hulda síðan og hlær. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við erum byrjuð að nota TEAMS og því er ég að reyna að tileinka mér það sem aðalverkfærið og aðalsamskiptamiðilinn. Það helsta þá forrit eins og OneNote, Planner, Excel eða Power Point. Svo virka ég best ef ég sé heildarmyndina. Þess vegna byrja ég oftast öll verkefni á að stilla upp stóru myndinni í myndrænni framsetningu, því þannig finnst mér oft best að skilja hlutina sjálf. Til þess að gera það, er Mindmasterinn minn mikilvægt verkfæri en það er svona mind-map hugmyndafræði sem margir þekkja.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint oftast nær. Reyni fyrir miðnætti, finnst best ef ég er komin upp í rúm hálf tólf tólf.“
Tengdar fréttir Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00