Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Andri Eysteinsson skrifar 1. febrúar 2020 08:39 Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna kynnti aðgerðirnar í gær. EPA/Michael Reynolds Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim er hleypt inn í landið. BBC greinir frá. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar.„Bandarískir ríkisborgarar eru ekki í mikilli hættu á að smitast og með þessum aðgerðum vinnum við að því að halda ástandinu sem slíku,“ sagði Azar en sjö hafa greinst með Wuhan-veiruna í Bandaríkjunum en grunur leikur á um smit hjá 191 öðrum.Kínversk yfirvöld greindu í gær frá því að fjöldi látinna hafi aukist úr 46 yfir í 259. 249 þeirra í Hubei héraðinu, þar sem Wuhan er að finna. Fleiri ríki hafa gripið til ráðstafana vegna smithættu. Ástralir hafa ákveðið að enginn erlendur ríkisborgari, sem ferðast til landsins frá Kína, fái inngöngu. Líkt og í Bandaríkjunum munu ástralskir ríkisborgarar þurfa í sóttkví við komuna frá Kína. Þá er búist við samskonar aðgerðum í Bretlandi, Suður-Kóreu, Singapúr og í Nýja Sjálandi. Lagt hefur verið bann við ferðalögum frá Mongólíu til Kína, Ísrael hefur bannað flugsamgöngur milli landanna. Tveimur kínverskum ríkisborgurum hefur verið komið fyrir í einangrun í Rússlandi eftir að hafa greinst með veiruna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31. janúar 2020 19:30 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim er hleypt inn í landið. BBC greinir frá. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar.„Bandarískir ríkisborgarar eru ekki í mikilli hættu á að smitast og með þessum aðgerðum vinnum við að því að halda ástandinu sem slíku,“ sagði Azar en sjö hafa greinst með Wuhan-veiruna í Bandaríkjunum en grunur leikur á um smit hjá 191 öðrum.Kínversk yfirvöld greindu í gær frá því að fjöldi látinna hafi aukist úr 46 yfir í 259. 249 þeirra í Hubei héraðinu, þar sem Wuhan er að finna. Fleiri ríki hafa gripið til ráðstafana vegna smithættu. Ástralir hafa ákveðið að enginn erlendur ríkisborgari, sem ferðast til landsins frá Kína, fái inngöngu. Líkt og í Bandaríkjunum munu ástralskir ríkisborgarar þurfa í sóttkví við komuna frá Kína. Þá er búist við samskonar aðgerðum í Bretlandi, Suður-Kóreu, Singapúr og í Nýja Sjálandi. Lagt hefur verið bann við ferðalögum frá Mongólíu til Kína, Ísrael hefur bannað flugsamgöngur milli landanna. Tveimur kínverskum ríkisborgurum hefur verið komið fyrir í einangrun í Rússlandi eftir að hafa greinst með veiruna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31. janúar 2020 19:30 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. 31. janúar 2020 06:30
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Birta leiðbeiningar um hvernig megi helst forðast Wuhan-veirusmit Landspítalinn hefur í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) gefið út leiðbeiningar um hvernig best sé draga úr sýkingarhættu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 31. janúar 2020 19:30
Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05