„Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. október 2013 15:07 Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. Vísir greindi frá því á mánudag að Gunnar Áki Kjartansson hefði komið manninum til bjargar. Gunnar varð var við mann án meðvitundar í lauginni, þreif hann upp á sundlaugarbakkann og kallaði eftir hjálp. Lepikas brást skjótt við þegar hann sá í hvað stefndi. „Þegar ég kom að manninum þá var hann blár í kringum varirnar. Fólk stóð í kringum manninn og einn var að athuga púlsinn á honum. Það var örvænting í hópnum. Það var kona byrjuð að framkvæma skyndihjálp en hendur hennar voru ekki á réttum stað þannig að ég greip inn í,“ segir Lepikas í samtali við Vísi.Maðurinn var orðinn mjög bláleitur „Ég er menntaður dýralæknir og vissi að hver einasta sekúnda skipti sköpum. Ég setti höfuð mannsins í rétta stöðu og hóf að blása. Ég hnoðaði manninn til skiptis. Ég veit ekki hversu lengi ég gerði þetta en þetta virtist líða sem heil eilífð. Ég var orðinn mjög þreyttur og kallaði eftir hjálp frá fleirum þar sem maðurinn var orðinn mjög blár. Við vorum að missa hann. Annar strákur áttaði sig á því að ég væri að biðja hann um að blása í manninn þó ég kynni ekki íslensku. Það var mun auðveldara eftir að við vorum tveir að vinna saman. Allt í einu gerðist kraftaverk sem ég á erfitt með að lýsa. Ég fann að hjartað fór að slá á ný. Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni. Mjög hægt fór hjarta mannsins að slá á ný og hann náði andanum. Okkur hafði tekist að bjarga honum.“ Eftir að hjarta mannsins fór að slá á ný þá kastaði hann upp og komst til meðvitundar. Lepikas og Gunnari Áka hafði í sameiningu tekist að bjarga manninum. Lífgunartilraunir Lepikas reyndu mikið á hann og var hann örmagna af þreyttu. Hann hélt til búningsherbergja og sat lengi á sturtugólfinu og hvíldi sig. Lögreglan náði tali af honum skömmu síðar en Lepikas var of þreyttur og stressaður til að gefa skýrslu. Lögreglan bauðst til að aðstoða Lepikas við að komast heim sem hann afþakkaði og hélt heim á leið ásamt eiginkonu sinni. Þau áttu erfitt með að festa svefn um kvöldið eftir ótrúlegan dag.Treystir sér ekki í sundlaugina Lepikas fer á hverjum degi ásamt eiginkonu sinni í líkamsræktarstöðin Actic sem er staðsett í Suðurbæjarlaug. Þau skella sér svo í laugina í kjölfarið. Á mánudag fóru þau í líkamsrækt en þegar kom að því að fara í sundlaugina átti Lepikas erfitt um vik. „Ég opnaði dyrnar að sundlauginni en lokaði henni strax aftur. Ég gat ekki stigið inn - ég er ekki tilbúinn til að fara aftur í laugina. Það eina sem skiptir þó máli er að það sé í lagi með manninn.“ Lepikas er 43 ára gamall og hefur búið hér á landi í átta ár. Hann er búsettur í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni. Lepikas starfar hjá Mjólku-Vogabær. Tengdar fréttir Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30 „Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08 Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun Sundlaugagestir og starfsfólk Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði björguðu ungum karlmanni frá drukknun með snörum og réttum viðbrögðum. 6. október 2013 17:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. Vísir greindi frá því á mánudag að Gunnar Áki Kjartansson hefði komið manninum til bjargar. Gunnar varð var við mann án meðvitundar í lauginni, þreif hann upp á sundlaugarbakkann og kallaði eftir hjálp. Lepikas brást skjótt við þegar hann sá í hvað stefndi. „Þegar ég kom að manninum þá var hann blár í kringum varirnar. Fólk stóð í kringum manninn og einn var að athuga púlsinn á honum. Það var örvænting í hópnum. Það var kona byrjuð að framkvæma skyndihjálp en hendur hennar voru ekki á réttum stað þannig að ég greip inn í,“ segir Lepikas í samtali við Vísi.Maðurinn var orðinn mjög bláleitur „Ég er menntaður dýralæknir og vissi að hver einasta sekúnda skipti sköpum. Ég setti höfuð mannsins í rétta stöðu og hóf að blása. Ég hnoðaði manninn til skiptis. Ég veit ekki hversu lengi ég gerði þetta en þetta virtist líða sem heil eilífð. Ég var orðinn mjög þreyttur og kallaði eftir hjálp frá fleirum þar sem maðurinn var orðinn mjög blár. Við vorum að missa hann. Annar strákur áttaði sig á því að ég væri að biðja hann um að blása í manninn þó ég kynni ekki íslensku. Það var mun auðveldara eftir að við vorum tveir að vinna saman. Allt í einu gerðist kraftaverk sem ég á erfitt með að lýsa. Ég fann að hjartað fór að slá á ný. Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni. Mjög hægt fór hjarta mannsins að slá á ný og hann náði andanum. Okkur hafði tekist að bjarga honum.“ Eftir að hjarta mannsins fór að slá á ný þá kastaði hann upp og komst til meðvitundar. Lepikas og Gunnari Áka hafði í sameiningu tekist að bjarga manninum. Lífgunartilraunir Lepikas reyndu mikið á hann og var hann örmagna af þreyttu. Hann hélt til búningsherbergja og sat lengi á sturtugólfinu og hvíldi sig. Lögreglan náði tali af honum skömmu síðar en Lepikas var of þreyttur og stressaður til að gefa skýrslu. Lögreglan bauðst til að aðstoða Lepikas við að komast heim sem hann afþakkaði og hélt heim á leið ásamt eiginkonu sinni. Þau áttu erfitt með að festa svefn um kvöldið eftir ótrúlegan dag.Treystir sér ekki í sundlaugina Lepikas fer á hverjum degi ásamt eiginkonu sinni í líkamsræktarstöðin Actic sem er staðsett í Suðurbæjarlaug. Þau skella sér svo í laugina í kjölfarið. Á mánudag fóru þau í líkamsrækt en þegar kom að því að fara í sundlaugina átti Lepikas erfitt um vik. „Ég opnaði dyrnar að sundlauginni en lokaði henni strax aftur. Ég gat ekki stigið inn - ég er ekki tilbúinn til að fara aftur í laugina. Það eina sem skiptir þó máli er að það sé í lagi með manninn.“ Lepikas er 43 ára gamall og hefur búið hér á landi í átta ár. Hann er búsettur í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni. Lepikas starfar hjá Mjólku-Vogabær.
Tengdar fréttir Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30 „Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08 Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun Sundlaugagestir og starfsfólk Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði björguðu ungum karlmanni frá drukknun með snörum og réttum viðbrögðum. 6. október 2013 17:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30
„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08
Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun Sundlaugagestir og starfsfólk Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði björguðu ungum karlmanni frá drukknun með snörum og réttum viðbrögðum. 6. október 2013 17:18