Sígarettusala tíu prósentum minni en í fyrra eftir hækkun tóbaksgjalds Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2013 06:30 Íslendingar keyptu talsvert minna af sígarettum á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Hækkun tóbaksgjalds sem gekk í gildi um síðustu áramót virðist hafa orðið til þess að sala á sígarettum dróst saman um tæp tíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins, að því er fram kemur í sölutölum ÁTVR. Frekari hækkun gjaldsins er boðuð í fjárlagafrumvarpinu. Sala á vindlum dróst saman um 8,6% og sala á neftóbaki, sem oftar en ekki er tekið í vörina, dróst saman um rúm fjögur prósent eftir síaukna söluaukningu síðustu ár. Sala á píputóbaki og öðru reyktóbaki jókst milli ára. Gjöld á sígarettur hækkuðu um 20%, úr 365,64 krónum á pakka í 439,83 krónur á pakka. Smásöluverð á algengustu sígarettutegundum hefur hækkað í samræmi við það og kostar pakkinn nú um það bil 1.200 krónur. Tóbaksgjald á neftóbak tvöfaldaðist, fór úr 7,21 krónu á gramm upp í 14,42 krónur og smásöluverð á tóbaksdós hækkaði úr 890 krónum upp í 1.845 krónur milli ára.„Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni er hækkun á skatti vænlegasta leiðin til að draga úr tóbaksneyslu og skaðsemi af hennar völdum,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, og bætir við að ungt fólk sé sérstaklega næmt fyrir hækkunum á tóbaki. Verulega hefur dregið úr reykingum hér á landi síðustu ár. Reykingar hafa dregist verulega saman hér á landi síðustu ár samkvæmt könnunum, þar sem um 22 prósent fólks á aldrinum fimmtán til 89 ára sagðist reykja daglega árið 2003, miðað við 13,8 prósent í fyrra. Auk þess hafa reykingar í elstu bekkjum grunnskóla dregist verulega saman, úr fjórtán prósentum árið 2003 niður í þrjú prósent í fyrra. Aðspurður um áhrif samdráttar í sölu á tekjur ÁTVR það sem af er ári segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs fyrirtækisins, að þær séu óverulegar. „Samdrátturinn í sölu hefur ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn. Frekar hitt að tekjur hafi aukist lítillega frá því í fyrra vegna hækkunar á tóbaksgjöldum sem vegur upp á móti minni sölu.“ Í frumvarpi til fjárlaga 2014 er gert ráð fyrir enn meiri tekjum ríkissjóðs af tóbaksgjaldi en á síðasta ári. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hækkun tóbaksgjalds sem gekk í gildi um síðustu áramót virðist hafa orðið til þess að sala á sígarettum dróst saman um tæp tíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins, að því er fram kemur í sölutölum ÁTVR. Frekari hækkun gjaldsins er boðuð í fjárlagafrumvarpinu. Sala á vindlum dróst saman um 8,6% og sala á neftóbaki, sem oftar en ekki er tekið í vörina, dróst saman um rúm fjögur prósent eftir síaukna söluaukningu síðustu ár. Sala á píputóbaki og öðru reyktóbaki jókst milli ára. Gjöld á sígarettur hækkuðu um 20%, úr 365,64 krónum á pakka í 439,83 krónur á pakka. Smásöluverð á algengustu sígarettutegundum hefur hækkað í samræmi við það og kostar pakkinn nú um það bil 1.200 krónur. Tóbaksgjald á neftóbak tvöfaldaðist, fór úr 7,21 krónu á gramm upp í 14,42 krónur og smásöluverð á tóbaksdós hækkaði úr 890 krónum upp í 1.845 krónur milli ára.„Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni er hækkun á skatti vænlegasta leiðin til að draga úr tóbaksneyslu og skaðsemi af hennar völdum,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, og bætir við að ungt fólk sé sérstaklega næmt fyrir hækkunum á tóbaki. Verulega hefur dregið úr reykingum hér á landi síðustu ár. Reykingar hafa dregist verulega saman hér á landi síðustu ár samkvæmt könnunum, þar sem um 22 prósent fólks á aldrinum fimmtán til 89 ára sagðist reykja daglega árið 2003, miðað við 13,8 prósent í fyrra. Auk þess hafa reykingar í elstu bekkjum grunnskóla dregist verulega saman, úr fjórtán prósentum árið 2003 niður í þrjú prósent í fyrra. Aðspurður um áhrif samdráttar í sölu á tekjur ÁTVR það sem af er ári segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs fyrirtækisins, að þær séu óverulegar. „Samdrátturinn í sölu hefur ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn. Frekar hitt að tekjur hafi aukist lítillega frá því í fyrra vegna hækkunar á tóbaksgjöldum sem vegur upp á móti minni sölu.“ Í frumvarpi til fjárlaga 2014 er gert ráð fyrir enn meiri tekjum ríkissjóðs af tóbaksgjaldi en á síðasta ári.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira