Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2015 14:40 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Eru mennirnir sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Aðeins annar ákærðu gaf skýrslu í morgun þar sem hinn maðurinn, Sigurður Brynjar Jensson, hafði ekki kynnt sér gögn málsins. Var þeirri skýrslutöku því frestað en Sigurður tók þó afstöðu til sakarefnisins. Sigurður er ákærður fyrir frelsissviptinu og rán en hann neitaði sök. Hann hlaut í júlí síðastliðnum 14 mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tólf mánuðir voru skilorðsbundnir en Sigurður áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og hefur því ekki hafið afplánun.Taldi parið hafa rænt geðlyfjunum hans Maðurinn sem gaf skýrslu í morgun hefur hins vegar ekki áður hlotið dóm en hann kom í fylgd fangavarða í héraðsdóm í morgun þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna. Hann er bæði ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu og lýsti upphafi málsins á þann veg að parið hafi komið í heimsókn til hans í Kópavogi ásamt öðrum manni. „Ég fer síðan á bílnum mínum til að sækja Sigga [Sigurð Brynjar] og skil þau eftir heima. Svo kem ég til baka en þau fara fljótlega og þá tek ég eftir því að það er búið að ræna geðlyfjunum mínum sem ég þarf út af geðrænum vandamálum,“ sagði ákærði. Í kjölfarið fóru hann og Siggi heim til parsins í Breiðholti en hann segist hafa spurt stúlkuna á Facebook hvort að þau hafi tekið lyfin. Svaraði hún því neitandi en sagði þriðja manninn sem var með þeim hafa tekið þau. Ákærði kvaðst ekki hafa þekkt þann mann og því bað hann stúlkuna um að koma með sér og Sigurði til að sýna þeim hvar hann ætti heima. Stúlkan gerði það en síðan fóru þau fjögur aftur í Kópavoginn.Frá Breiðholti.vísir/gva„Þannig að ég kýli hann en þá vaknar hann“ „Þá segir hann [maðurinn sem þau fóru að sækja] að þau [parið] hafi tekið lyfin. Þá varð ég pirraður því hún [stúlkan] er að ljúga að mér. Þá förum við aftur heim til þeirra og þar er hann [kærasti stúlkunnar] sofandi. Þannig að ég kýli hann en hann vaknar ekki. Þá skar ég hann í löppina en það var bara mjög grunnt. Ég ætlaði ekki að meiða hann en þá vaknar hann. Ég spyr hvar lyfin eru og hann réttir mér einhverjar örfár töflur. Það vantaði fullt upp á. Þannig að ég rispa hana [stúlkuna] í kinnina mjög grunnt og svo hann mjög grunnt líka í kinnina,“ sagði maðurinn. Hann þvertók svo fyrir að hafa lamið parið með hamri, en samkvæmt ákæru á hann að hafa lamið stúlkuna í handlegg en manninn í hausinn með hamrinum. „Eina sem ég gerði var að skera þau í kinnina mjög grunnt og svo kýldi ég hann.“ Þá þvertók hann einnig fyrir að hafa frelsissvipt parið en samkvæmt ákæru sviptu hann og Sigurður stúlkuna frelsi sínu í tvo tíma og tuttugu mínútur og manninn í fimmtíu mínútur. Ákærði neitaði því jafnframt að hafa stolið munum af heimili parsins en hann og Sigurður eiga meðal annars að hafa tekið tölvu og síma. Aðspurður hvers vegna tölvan og síminn fundust þá á heimili hans í Kópavogi sagði maðurinn að parið hlyti að hafa komið með dótið þangað þegar þau komu í heimsókn og síðan gleymt því.Sagði að það væri ekkert voðalega vont að vera skorinn svona snöggt Símon Sigvaldason, dómari í málinu, spurði manninn hvort hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna svaraðin hann því játandi. „Ég var alveg útúrdópaður. Ég hefði aldrei gert neitt svona með réttu ráði. Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti.“ Dómarinn spurði jafnframt hvort hann gæti ímyndað sér að það hafi verið sárt fyrir parið að vera skorin. „Já, örugglega sárt en það er ekkert voðalega vont að vera skorinn svona snöggt. Ég held að höggið hafi verið verra fyrir hann,“ sagði ákærði.Vildi ekki fara með mönnunum en fannst hún ekki geta gert neitt annað Stúlkan bar næst vitni í málinu og var framburður hennar að mestu leyti í samræmi við ákæru. Hún kvaðst ekki hafa viljað fara með Sigurði og meðákærða heim til mannsins sem hún hafði sagt hafa stolið lyfjunum. Sagðist hún hafa upplifað þvingun; mennirnir hafi verið mjög æstir og hún ekki vitað hvað hún gæti gert annað en að fara með þeim. Heima hjá öðrum ákærða í Kópavogi hafi þeir svo reynt að lemja hana í andlitið og hrint henni niður stiga, auk þess sem þeir hafi sprautað einhverju í augun á henni. Heima hjá þeim í Breiðholtinu hafi síðan kærastinn hennar verið kýldur, skorinn í löppina og kinnina og laminn í hausinn með hamri nokkrum sinnum. Þá hafi hún sjálf verið skorin í kinnina og sýndi hún dómnum ör í andliti eftir það auk þess sem hún kvaðst hafa verið lamin í handlegginn með hamrinum. Samkvæmt stúlkunni hafði Sigurður sig lítið í frammi í Yrsufellinu og tók ekki þátt í líkamsárás meðákærða. Hann hafi svo reyndar stolið símanum hennar og síðan hafi bæði hann og meðákærði tekið tölvuna hennar, auk annarra muna.„Ég var svo lengi að átta mig á aðstæðunum að það var voða lítið sem ég gat sagt eða gert“ Kærasti stúlkunnar bar svo vitni en kvaðst ekki vita jafnmikið um málið og kærastan sín þar sem hann hafi verið sofandi. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið töflurnar af heimili annars ákærða í Kópavogi. „Ég er vakinn með skurði í fæti og einhverjum höfuðhöggum og bæði spörkum og hnefum. Svo minnir mig að ég hafi verið sleginn með hamri.“ Hann sagðist aðallega hafa verið laminn í höfuðið með hamrinum og hafi fengið sár vegna þess sem lögreglan tók myndir af. Maðurinn sagði það hafa verið „mikið sjokk“ að vakna við skurðinn og aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að verja sig sagði hann: „Ég var svo lengi að átta mig á aðstæðunum að það var voða lítið sem ég gat sagt eða gert.“ Þá sagði hann að Sigurður mætti eiga það að hann hafi reynt að róa meðákærða niður á meðan á öllu þessu gekk og svo hafi hann veitt stúlkunni „smá stuðning og vörn.“ Maðurinn var síðan beðinn um að sýna ummerki eftir þá áverka sem hann hlaut og sýndi hann dómnum bæði ör í andliti og á fæti. Hann sagði að sauma hefði þurft fyrir skurðinn á fætinum en lokað hefði verið fyrir hinn með plástri. Tengdar fréttir Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9. desember 2015 15:06 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Eru mennirnir sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Aðeins annar ákærðu gaf skýrslu í morgun þar sem hinn maðurinn, Sigurður Brynjar Jensson, hafði ekki kynnt sér gögn málsins. Var þeirri skýrslutöku því frestað en Sigurður tók þó afstöðu til sakarefnisins. Sigurður er ákærður fyrir frelsissviptinu og rán en hann neitaði sök. Hann hlaut í júlí síðastliðnum 14 mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tólf mánuðir voru skilorðsbundnir en Sigurður áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og hefur því ekki hafið afplánun.Taldi parið hafa rænt geðlyfjunum hans Maðurinn sem gaf skýrslu í morgun hefur hins vegar ekki áður hlotið dóm en hann kom í fylgd fangavarða í héraðsdóm í morgun þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna. Hann er bæði ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu og lýsti upphafi málsins á þann veg að parið hafi komið í heimsókn til hans í Kópavogi ásamt öðrum manni. „Ég fer síðan á bílnum mínum til að sækja Sigga [Sigurð Brynjar] og skil þau eftir heima. Svo kem ég til baka en þau fara fljótlega og þá tek ég eftir því að það er búið að ræna geðlyfjunum mínum sem ég þarf út af geðrænum vandamálum,“ sagði ákærði. Í kjölfarið fóru hann og Siggi heim til parsins í Breiðholti en hann segist hafa spurt stúlkuna á Facebook hvort að þau hafi tekið lyfin. Svaraði hún því neitandi en sagði þriðja manninn sem var með þeim hafa tekið þau. Ákærði kvaðst ekki hafa þekkt þann mann og því bað hann stúlkuna um að koma með sér og Sigurði til að sýna þeim hvar hann ætti heima. Stúlkan gerði það en síðan fóru þau fjögur aftur í Kópavoginn.Frá Breiðholti.vísir/gva„Þannig að ég kýli hann en þá vaknar hann“ „Þá segir hann [maðurinn sem þau fóru að sækja] að þau [parið] hafi tekið lyfin. Þá varð ég pirraður því hún [stúlkan] er að ljúga að mér. Þá förum við aftur heim til þeirra og þar er hann [kærasti stúlkunnar] sofandi. Þannig að ég kýli hann en hann vaknar ekki. Þá skar ég hann í löppina en það var bara mjög grunnt. Ég ætlaði ekki að meiða hann en þá vaknar hann. Ég spyr hvar lyfin eru og hann réttir mér einhverjar örfár töflur. Það vantaði fullt upp á. Þannig að ég rispa hana [stúlkuna] í kinnina mjög grunnt og svo hann mjög grunnt líka í kinnina,“ sagði maðurinn. Hann þvertók svo fyrir að hafa lamið parið með hamri, en samkvæmt ákæru á hann að hafa lamið stúlkuna í handlegg en manninn í hausinn með hamrinum. „Eina sem ég gerði var að skera þau í kinnina mjög grunnt og svo kýldi ég hann.“ Þá þvertók hann einnig fyrir að hafa frelsissvipt parið en samkvæmt ákæru sviptu hann og Sigurður stúlkuna frelsi sínu í tvo tíma og tuttugu mínútur og manninn í fimmtíu mínútur. Ákærði neitaði því jafnframt að hafa stolið munum af heimili parsins en hann og Sigurður eiga meðal annars að hafa tekið tölvu og síma. Aðspurður hvers vegna tölvan og síminn fundust þá á heimili hans í Kópavogi sagði maðurinn að parið hlyti að hafa komið með dótið þangað þegar þau komu í heimsókn og síðan gleymt því.Sagði að það væri ekkert voðalega vont að vera skorinn svona snöggt Símon Sigvaldason, dómari í málinu, spurði manninn hvort hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna svaraðin hann því játandi. „Ég var alveg útúrdópaður. Ég hefði aldrei gert neitt svona með réttu ráði. Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti.“ Dómarinn spurði jafnframt hvort hann gæti ímyndað sér að það hafi verið sárt fyrir parið að vera skorin. „Já, örugglega sárt en það er ekkert voðalega vont að vera skorinn svona snöggt. Ég held að höggið hafi verið verra fyrir hann,“ sagði ákærði.Vildi ekki fara með mönnunum en fannst hún ekki geta gert neitt annað Stúlkan bar næst vitni í málinu og var framburður hennar að mestu leyti í samræmi við ákæru. Hún kvaðst ekki hafa viljað fara með Sigurði og meðákærða heim til mannsins sem hún hafði sagt hafa stolið lyfjunum. Sagðist hún hafa upplifað þvingun; mennirnir hafi verið mjög æstir og hún ekki vitað hvað hún gæti gert annað en að fara með þeim. Heima hjá öðrum ákærða í Kópavogi hafi þeir svo reynt að lemja hana í andlitið og hrint henni niður stiga, auk þess sem þeir hafi sprautað einhverju í augun á henni. Heima hjá þeim í Breiðholtinu hafi síðan kærastinn hennar verið kýldur, skorinn í löppina og kinnina og laminn í hausinn með hamri nokkrum sinnum. Þá hafi hún sjálf verið skorin í kinnina og sýndi hún dómnum ör í andliti eftir það auk þess sem hún kvaðst hafa verið lamin í handlegginn með hamrinum. Samkvæmt stúlkunni hafði Sigurður sig lítið í frammi í Yrsufellinu og tók ekki þátt í líkamsárás meðákærða. Hann hafi svo reyndar stolið símanum hennar og síðan hafi bæði hann og meðákærði tekið tölvuna hennar, auk annarra muna.„Ég var svo lengi að átta mig á aðstæðunum að það var voða lítið sem ég gat sagt eða gert“ Kærasti stúlkunnar bar svo vitni en kvaðst ekki vita jafnmikið um málið og kærastan sín þar sem hann hafi verið sofandi. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið töflurnar af heimili annars ákærða í Kópavogi. „Ég er vakinn með skurði í fæti og einhverjum höfuðhöggum og bæði spörkum og hnefum. Svo minnir mig að ég hafi verið sleginn með hamri.“ Hann sagðist aðallega hafa verið laminn í höfuðið með hamrinum og hafi fengið sár vegna þess sem lögreglan tók myndir af. Maðurinn sagði það hafa verið „mikið sjokk“ að vakna við skurðinn og aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að verja sig sagði hann: „Ég var svo lengi að átta mig á aðstæðunum að það var voða lítið sem ég gat sagt eða gert.“ Þá sagði hann að Sigurður mætti eiga það að hann hafi reynt að róa meðákærða niður á meðan á öllu þessu gekk og svo hafi hann veitt stúlkunni „smá stuðning og vörn.“ Maðurinn var síðan beðinn um að sýna ummerki eftir þá áverka sem hann hlaut og sýndi hann dómnum bæði ör í andliti og á fæti. Hann sagði að sauma hefði þurft fyrir skurðinn á fætinum en lokað hefði verið fyrir hinn með plástri.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9. desember 2015 15:06 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9. desember 2015 15:06