Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 09:11 Kópavogskirkja í jólabúningi. Vísir/GVA Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira