Innlent

Reykjanesbær greiði 5 milljónir

Hæstiréttur dæmdi í gær Reykjanesbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins tæpar fimm milljónir króna. Maðurinn vann hjá Vatnsveitu Suðurnesja en þegar sú starfsemi færðist undir Hitaveitu Suðurnesja hf. rýrnuðu lífeyrisréttindi mannsins og tókst Reykjanesbæ ekki að sýna fram á að starfið sem hann fékk við breytingarnar væri sambærilegt fyrra starfi hvað ráðningarkjör varðar. Því leit Hæstiréttur svo á að starf hans hafi verið lagt niður og hann ætti því rétt á biðlaunum í tólf mánuði, sem var einmitt það sem maðurinn krafðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×