Lykilstjórnendur fá lán 3. júní 2005 00:01 Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira