Viðskipti innlent

Stýrivextir hækkaðir um 0,5%

Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% frá og með 7. júní nk. eða í 9,5%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,2% síðan í maí 2004. Í riti Seðlabankans sem út kom í dag segir að frekari aðhaldsaðgerða kunni að vera þörf til að halda verðbólgu í skefjum. Bankinn mun því fylgjast vel með framvindu hagvísa og grípa inn í ef þess gerist þörf. Gera má ráð fyrir að þessi vaxtahækkun komi til með að styrkja krónuna enn frekar í næstu viku í ljósi þess að almennt hafði verið gert ráð fyrir minni hækkun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×