Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 18:38 Félögin segjast jafnframt bjóða fram krafta sína og sérþekkingu til að hjálpa til við lausn þessa vanda. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30