Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba Berlín sem tapaði fyrir Maccabi Fox Tel Aviv, 95-88, í EuroCup í kvöld.
Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum en gestirnir frá Maccabi voru 31-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann og 50-45 í hálfleik.
Gestirnir náðu að halda forystunni í síðari hálfleik þrátt fyrir áhlaup Berlínarmanna í síðasta leikhlutanum. Lokatölur x-x.
Martin gerði fjórtán stig og var stigahæstur hjá Berlín. Hann gaf þar að auki fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst.
Þetta var fjórtánda tap Alba í EuroCup í vetur en liðið er í 17. sætinu af 18 liðum.
Maccabi er í fjórða sætinu.
Martin stigahæstur í naumu tapi
