Aldrei fleiri erlend tungumál töluð í skólum borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2020 21:30 Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál. Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál.
Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira