Maður sakfelldur fyrir að reyna að stela Magna Carta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 21:53 Rekja má þetta rit Magna Carta aftur til ársins 1215 þegar bálkurinn var samþykktur. epa/VICKIE FLORES Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991. Bretland England Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991.
Bretland England Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira