Menning

Jörn Donner er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jörn Donner er eini Finninn sem unnið hefur til Óskarsverðlauna.
Jörn Donner er eini Finninn sem unnið hefur til Óskarsverðlauna. Wikipedia commons

Finnski rithöfundurinn, leikstjórinn og stjórnmálamaðurinn Jörn Donner er látinn, 86 ára að aldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Donner, en hann andaðist á sjúkrahúsi í Helsinki fyrr í dag. Hann hafði glímt við lungnasjúkdóm um nokkurt skeið.

Donner bjó um árabil í Svíþjóð og gegndi um árabil embætti forstjóra Sænsku kvikmyndastofnunarinnar.

Donner er eini Finninn sem hefur unnið til Óskarsverðlauna, en þau hlaut hann fyrir hlutverk sitt sem framleiðandi Fanny og Alexander, myndar hins sænska Ingmar Bergman, árið 1982. Myndin vann á sínum tíma til fernra Óskarsverðlauna.

Á árunum var hann 1987 til 1995 sat hann á finnska þinginu sem þingmaður Sænska þjóðarflokksins, en á árunum 1996 til 1999 átti hann sæti á Evrópuþinginu. Þá tók hann aftur sæti á finnska þinginu 2007 og svo enn á ný 2013 og 2014.

Eftir hann liggja einnig mikill fjölda bóka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.