Tæp 95 prósent vilja bólusetningarskyldu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2019 06:15 Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. vísir/getty Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru á því að skylda til bólusetningar barna verði leidd í lög eða bólusetning gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla. Þetta sýna niðurstöður könnunar Zenter rannsókna. Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu. Örlítið minni stuðningur reyndist við það að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku barns á leikskóla. Rúmlega níu af hverjum tíu reyndust hlynnt því, 3,4 prósent hlutlaus og rúm fimm prósent andvíg. Í báðum tilvikum mældist stuðningur minnstur hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsprófi í háskóla en þó var hann í um níutíu prósent hjá þeim hópi. „Það er ekki hægt að segja að við stöndum okkur illa í bólusetningum þó við gætum gert betur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Embætti landlæknis stefnir að því að hlutfall bólusettra sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90-95 prósent. „Ástæðan er að öllum líkindum innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ég hef sagt að við ættum að laga það og sjá hverju það skilar áður en við ræðum um skyldu til bólusetninga,“ segir Þórólfur. Læknirinn segir að aðeins örlítill hópur fólks sé andsnúinn bólusetningum en rannsóknir bendi til þess að það séu um tvö prósent. Hann óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þann hóp. Könnunin var netkönnun framkvæmd 8.-11. mars. Úrtakið var 2.500 einstaklingar og svöruðu 1.146. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, búsetu og aldri til að endurspegla sem best álit landsmanna á viðfangsefninu. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru á því að skylda til bólusetningar barna verði leidd í lög eða bólusetning gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla. Þetta sýna niðurstöður könnunar Zenter rannsókna. Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu. Örlítið minni stuðningur reyndist við það að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku barns á leikskóla. Rúmlega níu af hverjum tíu reyndust hlynnt því, 3,4 prósent hlutlaus og rúm fimm prósent andvíg. Í báðum tilvikum mældist stuðningur minnstur hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsprófi í háskóla en þó var hann í um níutíu prósent hjá þeim hópi. „Það er ekki hægt að segja að við stöndum okkur illa í bólusetningum þó við gætum gert betur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Embætti landlæknis stefnir að því að hlutfall bólusettra sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90-95 prósent. „Ástæðan er að öllum líkindum innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ég hef sagt að við ættum að laga það og sjá hverju það skilar áður en við ræðum um skyldu til bólusetninga,“ segir Þórólfur. Læknirinn segir að aðeins örlítill hópur fólks sé andsnúinn bólusetningum en rannsóknir bendi til þess að það séu um tvö prósent. Hann óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þann hóp. Könnunin var netkönnun framkvæmd 8.-11. mars. Úrtakið var 2.500 einstaklingar og svöruðu 1.146. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, búsetu og aldri til að endurspegla sem best álit landsmanna á viðfangsefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira