Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 08:09 Vaktaálagsgreiðslum var nýverið hætt og hafa laun einhverra hjúkrunarfræðinga lækkað um tugi þúsunda króna. Landspítali/Þorkell Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. Þau hafi verið án samninga eftir árs viðræður og laun þeirra hafi verið skert rétt áður en faraldurinn skall á. Þetta segir læknirinn Tómas Guðbjartsson, í Facebookfærslu sem hann skrifaði í gærkvöldi. Hann segist þó ekki gera lítið úr hlutverki lækna sem sömuleiðis skipi framvarðasveitina eða allra þeirra annarra stétta sem komi einnig við sögu. „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið,“ skrifaði Tómas. Hann sagði að erlendis væri verið að borga sömu hjúkrunarfræðingum ríflega bónusa, enda sé ekki hægt að vinna faraldurinn án þeirra. „Koma svo - og ekki segja mér að ómögulegt sé að semja vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði. Það er gömul lumma og þreytt.“ Vaktaálagsgreiðslum var nýverið hætt og hafa laun einhverra hjúkrunarfræðinga lækkað um tugi þúsunda króna. Vísir ræddi við Sóley Halldórsdóttur í gær, sem hafði vakið athygli á því og sagðist hún óska þess að launaseðillinn sem henni barst í gær væri aprílgabb. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ sagði Sóley og bætti við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. „Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. Þau hafi verið án samninga eftir árs viðræður og laun þeirra hafi verið skert rétt áður en faraldurinn skall á. Þetta segir læknirinn Tómas Guðbjartsson, í Facebookfærslu sem hann skrifaði í gærkvöldi. Hann segist þó ekki gera lítið úr hlutverki lækna sem sömuleiðis skipi framvarðasveitina eða allra þeirra annarra stétta sem komi einnig við sögu. „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið,“ skrifaði Tómas. Hann sagði að erlendis væri verið að borga sömu hjúkrunarfræðingum ríflega bónusa, enda sé ekki hægt að vinna faraldurinn án þeirra. „Koma svo - og ekki segja mér að ómögulegt sé að semja vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði. Það er gömul lumma og þreytt.“ Vaktaálagsgreiðslum var nýverið hætt og hafa laun einhverra hjúkrunarfræðinga lækkað um tugi þúsunda króna. Vísir ræddi við Sóley Halldórsdóttur í gær, sem hafði vakið athygli á því og sagðist hún óska þess að launaseðillinn sem henni barst í gær væri aprílgabb. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ sagði Sóley og bætti við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. „Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira