Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2018 10:25 Duncan Hunter að ræða við blaðamenn. Vísir/GETTY Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20