Misánægð með nýja sendiherrann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. Hann var jafnframt örlátur í garð framboðs Trumps árið 2016 og sat að auki í fjármálanefnd undirbúningsteymis hans eftir kosningarnar áður en Trump var settur í embætti. Gunter á eftir að mæta fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þar sem hann verður væntanlega spurður spjörunum úr. Þekking hans á Íslandi og skoðanir á sambandi Íslands og Bandaríkjanna verða þar í forgrunni.Gunter starfar sem húðlæknir.Mynd/TwitterSem læknir er Gunter misvinsæll, ef marka má umsagnavefinn Yelp og heilbrigðismálaþjónustu U.S. News. Meðaleinkunn Gunters á Yelp er 1,5 stjarna af fimm og hefur 21 sagt skoðun sína á honum. Ron M. sagði til að mynda að Gunter væri alveg sama um sjúklinga sína, af heimsókn sinni að dæma. Starfsfólk hans hafi hagað sér ófagmannlega og gaf Gunter eina stjörnu. Samantha C. var ekki sammála. Sagði reynslu sína frábæra og Gunter afar fróðan, gaf honum fimm stjörnur. U.S. News birtir samantektir um lækna og í umfjöllun um Gunter fær hann tvö stig af fimm. Byggist sú einkunnargjöf á reynslu 55 sjúklinga. Þessa einkunn fékk hann í öllum flokkum. Þeir eru hversu ítarlegar læknisskoðanir hans eru, hversu miklum tíma hann ver með sjúklingum, ánægja sjúklinga með árangur hans og almennt orðspor. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. Hann var jafnframt örlátur í garð framboðs Trumps árið 2016 og sat að auki í fjármálanefnd undirbúningsteymis hans eftir kosningarnar áður en Trump var settur í embætti. Gunter á eftir að mæta fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þar sem hann verður væntanlega spurður spjörunum úr. Þekking hans á Íslandi og skoðanir á sambandi Íslands og Bandaríkjanna verða þar í forgrunni.Gunter starfar sem húðlæknir.Mynd/TwitterSem læknir er Gunter misvinsæll, ef marka má umsagnavefinn Yelp og heilbrigðismálaþjónustu U.S. News. Meðaleinkunn Gunters á Yelp er 1,5 stjarna af fimm og hefur 21 sagt skoðun sína á honum. Ron M. sagði til að mynda að Gunter væri alveg sama um sjúklinga sína, af heimsókn sinni að dæma. Starfsfólk hans hafi hagað sér ófagmannlega og gaf Gunter eina stjörnu. Samantha C. var ekki sammála. Sagði reynslu sína frábæra og Gunter afar fróðan, gaf honum fimm stjörnur. U.S. News birtir samantektir um lækna og í umfjöllun um Gunter fær hann tvö stig af fimm. Byggist sú einkunnargjöf á reynslu 55 sjúklinga. Þessa einkunn fékk hann í öllum flokkum. Þeir eru hversu ítarlegar læknisskoðanir hans eru, hversu miklum tíma hann ver með sjúklingum, ánægja sjúklinga með árangur hans og almennt orðspor.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01