Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. apríl 2020 07:45 Airbus A380. Vísir/AP Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira