Áratugur breytinga: Neysla og neyslumynstur Matthías Þorvaldsson skrifar 22. ágúst 2018 07:01 Áratugur er brátt liðinn síðan efnahagshrunið reið yfir. Margir segja að hrunið hafi breytt hegðun fólks, að minnsta kosti til skamms tíma. Innflutningur nýrra bíla hafi lagst að stórum hluta af fyrst eftir hrun, en að bílapartasölur og bifreiðaverkstæði hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ferðalög hafi aukist mikið innanlands á kostnað utanlandsferða, fólk hafi þurft að spara peninginn í stað þess að eyða honum í eitthvað misgáfulegt, ferðamáti hafi almennt breyst í þá veru að einkabíllinn var hvíldur eða seldur, ganga, hlaup, hjólreiðar og almenningssamgöngur hafi komið í staðinn, umhverfisvænni ferðamátar. Þá var rætt um að fólk hefði farið að hittast meira og að matarboðum hefði fjölgað. Hér verður skoðað hvernig þessir þættir þróuðust og hvernig staðan er í dag, en Gallup rannsakar fjölmarga þætti sem gætu varpað ljósi á málið.Bílaviðgerðir Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup árin 2008 og 2009 sögðust einungis 53% svarenda láta gera við heimilisbílinn á almennu bifreiðaverkstæði. Þetta hlutfall hefur æ síðan mælst hærra og er nær alltaf talsvert yfir 60%.Ferðalög Þegar fólk var spurt hvort það hefði ferðast eitthvað innanlands á síðastliðnum 12 mánuðum, sögðust að meðaltali 84% hafa gert það árin 2008 til 2010, en þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðan þá og er meðaltal síðustu þriggja ára (árin 2015 til 2017) nú tæplega 79%. Ekki stórkostleg breyting, en einhver vísbending um að skammtíma áherslubreyting hafi orðið hjá fólki í ferðavali í kjölfar hruns. Ferðum Íslendinga til útlanda hefur fjölgað svo um munar á síðastliðnum áratug. Þannig fóru tæplega 49% landsmanna í minnst eina utanlandsferð (í frí) árin 2008 til 2009,n þetta hlutfall fyrir árin 2016 og 2017 er ríflega 76%. Þá hefur fjöldi þeirra sem fara fimm eða fleiri ferðir í frí á ári hvorki meira né minna en þrettánfaldast á milli áranna 2009 og 2017 (úr 0,5% í 6,6%). Aukin samkeppni, lægra verð, meira framboð, aukið úrval. Í utanlandsferðum hefur á síðasta áratug orðið alger sprenging í neyslumynstri Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni enn.Matargestir Hversu oft færð þú matargesti? Aðspurð sögðust 83% Íslendinga fá matargesti minnst fimm sinnum árlega árið 2008. Þetta hlutfall hélst nánast óbreytt í sex ár, eða til ársins 2013. Árin 2014 til 2016 mældist það um 77% og í fyrra féll það aftur, eða í 72%. Matarboðum virðist þannig vera að fækka hjá Íslendingum. Skyldi það vera af því að þeir eru oftar í útlöndum?Ferðamáti – strætó og reiðhjól Undanfarna mánuði hefur verið fjallað mikið um almenningssamgöngur, ekki síst borgarlínu. Í þeirri umræðu hefur verið minnst á hversu hægt gengur að auka notkun fólks á strætó, en hlutdeild strætó í ferðamáta hefur verið um 4% og hefur það hlutfall lítið breyst frá árinu 2011 samkvæmt ferðavenjukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir SSH og Vegagerðina. Það gengur misvel að fá Íslendinga til að nota reiðhjól. Þannig hefur reiðhjólaeign landsmanna breyst lítið á síðastliðnum áratug, en engu að síður jókst hlutdeild hjólreiða sem ferðamáta úr 4% í 6% milli áranna 2014 og 2017 samkvæmt áðurnefndri ferðavenjukönnun.Neysla og sparnaður Gallup hefur síðastliðin níu ár beðið fólk að áætla hversu hárri upphæð í krónum það eyðir í daglega neyslu sína, þ.e. í mat, drykk, hreinlætisvörur, föt, skemmtanir og þess háttar, en ekki stærri innkaup svo sem húsnæði og bíla. Meðalupphæðdaglegrar neyslu hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund krónum í næstum 6 þúsund á árunum 2010 til 2018. Þegar upphæðir fyrri ára eru á hinn bóginn skoðaðar á núvirði, má draga þá ályktun að dagleg neysla fólks hafi dregist aðeins saman á þessu níu ára tímabili. Ef það er rétt að dagleg neysla hafi dregist saman eða í besta falli staðið í stað undanfarinn áratug, er fólk þá að spara meira? Gallup biður fólk í sífellu um að meta fjárhagsstöðu heimilisins: Er verið að safna skuldum, ganga á sparifé til að ná endum saman, standa á sléttu, hvort hægt sé að spara svolítið, eða talsvert. Hlutfall þeirra sem geta safnað sparifé hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fyrstu fjögur árin eftir hrun (2008-2011) lækkaði þetta hlutfall úr ríflega 61% í 36–41%, hélst á því bili til ársins 2014, en hefur síðan þá hækkað aftur og hefur reyndar aldrei mælst hærra en núna (2018), eða í rétt tæplega 63%.Að lokum Alkunna er að besta forspá um hegðun fólks er fyrri hegðun þess. Íslenska efnahagsáfallið markaði upphafið að áratug breytinga og það breytti vissulega hegðun fólks sé tekið mið af fyrrgreindum niðurstöðum. Sumt breyttist mikið og er enn að breytast. Ferðamannaiðnaðurinn er til dæmis á vegferð semerennaðtakaásigmyndog stafræna byltingin er vel þekkt, hún er í fullum gangi. Samfélagslegt hlutverk Gallup á Íslandi felst að stórum hluta í að fylgjast reglulega með ótal þáttum mannlífsins og greina frá þróun þeirra yfir tíma. Gallup mun áfram fylgjast með framvindunni. Og segja frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áratugur er brátt liðinn síðan efnahagshrunið reið yfir. Margir segja að hrunið hafi breytt hegðun fólks, að minnsta kosti til skamms tíma. Innflutningur nýrra bíla hafi lagst að stórum hluta af fyrst eftir hrun, en að bílapartasölur og bifreiðaverkstæði hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ferðalög hafi aukist mikið innanlands á kostnað utanlandsferða, fólk hafi þurft að spara peninginn í stað þess að eyða honum í eitthvað misgáfulegt, ferðamáti hafi almennt breyst í þá veru að einkabíllinn var hvíldur eða seldur, ganga, hlaup, hjólreiðar og almenningssamgöngur hafi komið í staðinn, umhverfisvænni ferðamátar. Þá var rætt um að fólk hefði farið að hittast meira og að matarboðum hefði fjölgað. Hér verður skoðað hvernig þessir þættir þróuðust og hvernig staðan er í dag, en Gallup rannsakar fjölmarga þætti sem gætu varpað ljósi á málið.Bílaviðgerðir Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup árin 2008 og 2009 sögðust einungis 53% svarenda láta gera við heimilisbílinn á almennu bifreiðaverkstæði. Þetta hlutfall hefur æ síðan mælst hærra og er nær alltaf talsvert yfir 60%.Ferðalög Þegar fólk var spurt hvort það hefði ferðast eitthvað innanlands á síðastliðnum 12 mánuðum, sögðust að meðaltali 84% hafa gert það árin 2008 til 2010, en þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðan þá og er meðaltal síðustu þriggja ára (árin 2015 til 2017) nú tæplega 79%. Ekki stórkostleg breyting, en einhver vísbending um að skammtíma áherslubreyting hafi orðið hjá fólki í ferðavali í kjölfar hruns. Ferðum Íslendinga til útlanda hefur fjölgað svo um munar á síðastliðnum áratug. Þannig fóru tæplega 49% landsmanna í minnst eina utanlandsferð (í frí) árin 2008 til 2009,n þetta hlutfall fyrir árin 2016 og 2017 er ríflega 76%. Þá hefur fjöldi þeirra sem fara fimm eða fleiri ferðir í frí á ári hvorki meira né minna en þrettánfaldast á milli áranna 2009 og 2017 (úr 0,5% í 6,6%). Aukin samkeppni, lægra verð, meira framboð, aukið úrval. Í utanlandsferðum hefur á síðasta áratug orðið alger sprenging í neyslumynstri Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni enn.Matargestir Hversu oft færð þú matargesti? Aðspurð sögðust 83% Íslendinga fá matargesti minnst fimm sinnum árlega árið 2008. Þetta hlutfall hélst nánast óbreytt í sex ár, eða til ársins 2013. Árin 2014 til 2016 mældist það um 77% og í fyrra féll það aftur, eða í 72%. Matarboðum virðist þannig vera að fækka hjá Íslendingum. Skyldi það vera af því að þeir eru oftar í útlöndum?Ferðamáti – strætó og reiðhjól Undanfarna mánuði hefur verið fjallað mikið um almenningssamgöngur, ekki síst borgarlínu. Í þeirri umræðu hefur verið minnst á hversu hægt gengur að auka notkun fólks á strætó, en hlutdeild strætó í ferðamáta hefur verið um 4% og hefur það hlutfall lítið breyst frá árinu 2011 samkvæmt ferðavenjukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir SSH og Vegagerðina. Það gengur misvel að fá Íslendinga til að nota reiðhjól. Þannig hefur reiðhjólaeign landsmanna breyst lítið á síðastliðnum áratug, en engu að síður jókst hlutdeild hjólreiða sem ferðamáta úr 4% í 6% milli áranna 2014 og 2017 samkvæmt áðurnefndri ferðavenjukönnun.Neysla og sparnaður Gallup hefur síðastliðin níu ár beðið fólk að áætla hversu hárri upphæð í krónum það eyðir í daglega neyslu sína, þ.e. í mat, drykk, hreinlætisvörur, föt, skemmtanir og þess háttar, en ekki stærri innkaup svo sem húsnæði og bíla. Meðalupphæðdaglegrar neyslu hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund krónum í næstum 6 þúsund á árunum 2010 til 2018. Þegar upphæðir fyrri ára eru á hinn bóginn skoðaðar á núvirði, má draga þá ályktun að dagleg neysla fólks hafi dregist aðeins saman á þessu níu ára tímabili. Ef það er rétt að dagleg neysla hafi dregist saman eða í besta falli staðið í stað undanfarinn áratug, er fólk þá að spara meira? Gallup biður fólk í sífellu um að meta fjárhagsstöðu heimilisins: Er verið að safna skuldum, ganga á sparifé til að ná endum saman, standa á sléttu, hvort hægt sé að spara svolítið, eða talsvert. Hlutfall þeirra sem geta safnað sparifé hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fyrstu fjögur árin eftir hrun (2008-2011) lækkaði þetta hlutfall úr ríflega 61% í 36–41%, hélst á því bili til ársins 2014, en hefur síðan þá hækkað aftur og hefur reyndar aldrei mælst hærra en núna (2018), eða í rétt tæplega 63%.Að lokum Alkunna er að besta forspá um hegðun fólks er fyrri hegðun þess. Íslenska efnahagsáfallið markaði upphafið að áratug breytinga og það breytti vissulega hegðun fólks sé tekið mið af fyrrgreindum niðurstöðum. Sumt breyttist mikið og er enn að breytast. Ferðamannaiðnaðurinn er til dæmis á vegferð semerennaðtakaásigmyndog stafræna byltingin er vel þekkt, hún er í fullum gangi. Samfélagslegt hlutverk Gallup á Íslandi felst að stórum hluta í að fylgjast reglulega með ótal þáttum mannlífsins og greina frá þróun þeirra yfir tíma. Gallup mun áfram fylgjast með framvindunni. Og segja frá.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun