Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá. Fréttablaðið/Andri Marinó Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15