120 millur, bravó! 16. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það”
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun