Innlent

Sýslumaður með lögbannskröfu Kaupþings til umfjöllunar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. Mynd/Björn Þór

Fulltrúi sýslumanns fjallar nú um kröfu Kaupþings um lögbann á yfirlitsglærur yfir helstu skuldunauta gamla Kaupþings.

Kaupþing fór fram á lögbann fyrr í dag til að stöðva frekari birtingu upplýsinga úr gögnunum, en lögbannsins er krafist á grundvelli bankaleyndar.

Að því er fram kemur á fréttavef RÚV hafa málsgögn ekki verið birt og var myndatökumanni sjónvarps meinað að fylgjast með umfjöllun fulltrúa sýslumanns um málið.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag telur lagaprófessorinn Sigurður Líndal líklegt að lögbannið verði samþykkt.

Lögmenn Kaupþings hafa einnig reynt allt hvað þeir geta til að fá upplýsingarnar fjarlægðar af heimasíðunni WikiLeaks, þar sem þær birtust fyrst.

Fréttastofa RÚV birti fyrst frétt úr skýrslunni í gær, en síðan þá hafa fjölmargir fjölmiðlar gert innihaldi hennar skil.






Tengdar fréttir

Kaupþing fer fram á lögbann

Ríkisútvarpinu hefur verið tilkynnt um að væntanleg sé lögbannsbeiðni frá Kaupþingi til að stöðva frekari birtingu upplýsinga úr leyniglærum Kaupþings um skuldunauta bankans, að því er fram kemur á fréttavef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×