Enski boltinn

Everton á eftir Senderos - City loks að landa Lescott?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joleon Lescott.
Joleon Lescott. Nordic photos/AFP

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Everton sé búið að leggja fram kauptilboð í miðvörðinn Philippe Senderos hjá Arsenal en það þykir jafnframt benda til þess að Everton sé loks búið að samþykkja meint þriðja kauptilboð Manchester City í varnarmanninn Joleon Lescott.

Everton var þegar búið að hafna tveimur boðum upp á 15 og 18 milljónir punda en þriðja boðið er talið vera í kringum 22 milljónir punda.

Arsenal mun hafa sett 6 milljón punda verðmiða á Senderos þegar hann fór til AC Milan á láni en óvíst er hversu hátt kauptilboð Everton hafi lagt á borðið.

Enn sem komið er eru þetta allt sögusagnir en forráðamenn City gáfu það sterklega til kynna nýlega að félagið væri alls ekki hætt að reyna að fá Lescott þrátt fyrir að forráðamenn Everton hafi sagt leikmanninn ekki vera til sölu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×