Lára Ólafsdóttir: Verra framundan en skjálftinn í gær Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 1. ágúst 2009 10:42 Nokkurs titrings gætti meðal fólks vegna skjálftaspár Láru. Kona í Grindavík yfirgaf heimili sitt á mánudag, en engum sögum fer af hvar hún var þegar skjálftinn reið yfir í gær. „Ertu ekki að grínast í mér?," sagði Lára Ólafsdóttir, sjáandi, þegar blaðamaður sagði henni frá jarðskjálftanum sem varð í gærkvöldi klukkan 23:46 á Krýsuvíkursvæðinu, 3,1 á Richter. Lára spáði skjálfta síðastliðinn mánudag klukkan 23:15, en honum virðist hafa seinkað um nokkra daga. „Það hlaut að vera. Sá hlær best sem síðast hlær," segir Lára og hlær glöð í bragði. „Þessvegna svaf ég svona vel í nótt, ég hef ekki sofið svona vel í marga mánuði." Lára segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hún spáði skjálftanum og ekkert gerðist. Nú hafi hann hinsvegar riðið yfir. „Ég sagði þetta!" segir Lára Hún segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos. Hún segir jarðhræringarnar þó ekki það versta sem sé í vændum, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. Honum vill hún ekki segja fréttastofu frá eftir viðbrögð fólks síðast, en segist hins vegar ætla að vara yfirvöld við strax eftir helgi. „Ég fór í kirkju fyrir nokkrum dögum og bað fyrir allri þjóðinni. Þetta geri ég því mér er ekki sama." „Ég get sagt þér eitt elskan mín, og hlustaðu nú vel. Ég vil ekkert fá þetta orð á mig, að vera spámiðill eða sjáandi. Ég er bara Lára Ólafsdóttir, með næmni sem ég deili með þjóðinni þar sem mér er ekki sama," segir Lára og biður fólk einfaldlega um að hlusta og vera tilbúið. Tengdar fréttir Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes. 31. júlí 2009 23:52 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Ertu ekki að grínast í mér?," sagði Lára Ólafsdóttir, sjáandi, þegar blaðamaður sagði henni frá jarðskjálftanum sem varð í gærkvöldi klukkan 23:46 á Krýsuvíkursvæðinu, 3,1 á Richter. Lára spáði skjálfta síðastliðinn mánudag klukkan 23:15, en honum virðist hafa seinkað um nokkra daga. „Það hlaut að vera. Sá hlær best sem síðast hlær," segir Lára og hlær glöð í bragði. „Þessvegna svaf ég svona vel í nótt, ég hef ekki sofið svona vel í marga mánuði." Lára segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hún spáði skjálftanum og ekkert gerðist. Nú hafi hann hinsvegar riðið yfir. „Ég sagði þetta!" segir Lára Hún segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos. Hún segir jarðhræringarnar þó ekki það versta sem sé í vændum, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. Honum vill hún ekki segja fréttastofu frá eftir viðbrögð fólks síðast, en segist hins vegar ætla að vara yfirvöld við strax eftir helgi. „Ég fór í kirkju fyrir nokkrum dögum og bað fyrir allri þjóðinni. Þetta geri ég því mér er ekki sama." „Ég get sagt þér eitt elskan mín, og hlustaðu nú vel. Ég vil ekkert fá þetta orð á mig, að vera spámiðill eða sjáandi. Ég er bara Lára Ólafsdóttir, með næmni sem ég deili með þjóðinni þar sem mér er ekki sama," segir Lára og biður fólk einfaldlega um að hlusta og vera tilbúið.
Tengdar fréttir Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes. 31. júlí 2009 23:52 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes. 31. júlí 2009 23:52