„Það var einn dagur sem var alveg skelfilegur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2020 13:29 Mummi var frábær knattspyrnumaður en fór svo yfir í tónlistina. Knattspyrnumaðurinn og tónlistamaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, betur þekktur sem Mummi, varð fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Guðmundur var frábær leikmaður en ákvað samt sem áður að hætta í knattspyrnu aðeins 26 ára en hann lék með KR og Víkingi Ólafsvík á sínum ferli. „Ég var búinn að vera svo lengi í sama farinu og búinn að prófa að fara út að spila og var ekkert að fara gera það aftur. Svo það var annað hvort að ákveða að gera eitthvað nýtt eða halda áfram í sama farinu og ég ákvað að fara gera eitthvað nýtt og ég sé ekkert eftir því,“ segir Guðmundur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég fékk veiruna og er búinn með þetta. Þetta var svona svipað og flensa fyrir mig, það var einn dagur sem var alveg skelfilegur og þá fór ég yfir 39 í hita. Hitinn hækkaði svo hratt. Fyrst var ég bara með 37,8 stiga hita en síðan þremur tímum síðar kominn í 39,4 stiga hita og þá varð ég svolítið stressaður.“ Hann segir að veiran hafi verið nokkuð lengi að fara úr honum og hann hafi flakkað mikið upp og niður í hita. „Ég slapp alveg við öndunarerfileika og ef maður sleppur við það er maður í fínum málum. Svo fer þetta svo mismunandi í fólk. Sá sem talinn er hafa smitað mig fann ekki nein einkenni.“ Mummi gefur út nýtt lag sem ber heitið Grass is green 21. maí en hann leyfði hlustendum FM957 að heyra lagið í morgun. „Þetta er svona sumarlag eftir Covid og nú ætlum við að rífa okkur upp aftur. Þetta er svona bara þægilegt lag með smá svona Avicii kafla.“ Hér að neðan má heyra lagið. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn og tónlistamaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, betur þekktur sem Mummi, varð fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Guðmundur var frábær leikmaður en ákvað samt sem áður að hætta í knattspyrnu aðeins 26 ára en hann lék með KR og Víkingi Ólafsvík á sínum ferli. „Ég var búinn að vera svo lengi í sama farinu og búinn að prófa að fara út að spila og var ekkert að fara gera það aftur. Svo það var annað hvort að ákveða að gera eitthvað nýtt eða halda áfram í sama farinu og ég ákvað að fara gera eitthvað nýtt og ég sé ekkert eftir því,“ segir Guðmundur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég fékk veiruna og er búinn með þetta. Þetta var svona svipað og flensa fyrir mig, það var einn dagur sem var alveg skelfilegur og þá fór ég yfir 39 í hita. Hitinn hækkaði svo hratt. Fyrst var ég bara með 37,8 stiga hita en síðan þremur tímum síðar kominn í 39,4 stiga hita og þá varð ég svolítið stressaður.“ Hann segir að veiran hafi verið nokkuð lengi að fara úr honum og hann hafi flakkað mikið upp og niður í hita. „Ég slapp alveg við öndunarerfileika og ef maður sleppur við það er maður í fínum málum. Svo fer þetta svo mismunandi í fólk. Sá sem talinn er hafa smitað mig fann ekki nein einkenni.“ Mummi gefur út nýtt lag sem ber heitið Grass is green 21. maí en hann leyfði hlustendum FM957 að heyra lagið í morgun. „Þetta er svona sumarlag eftir Covid og nú ætlum við að rífa okkur upp aftur. Þetta er svona bara þægilegt lag með smá svona Avicii kafla.“ Hér að neðan má heyra lagið.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira