Innlent

Landsbanki ábyrgðist lán til hlutabréfakaupa í sjálfum sér

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Landsbankinn við Austurstræti.
Landsbankinn við Austurstræti. Mynd/Hari

Eignarhaldsfélagið Empennage Inc. tók lán upp á 65,6 milljónir evra -- tæpa 9 milljarða króna á gengi 25. sept '08 -- hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum, en það er Landsbankinn sem ábyrgist lánið.

Þetta kemur fram á blaðsíðu 96 í skuldunautayfirliti bankans, sem kynnt var á fundi lánanefndar 25. september á síðasta ári.

Þar er fjallað um eignarhaldsfélagið Empennage Inc., sem spyrt er við Samson í yfirlitinu og heldur utan um hluti starfsmanna Landsbankans í bankanum sjálfum.

Empennage var stofnað og notað til að kaupa 244 milljónir hluta í Landsbankanum sem jafnframt voru settir að veði, auk þess sem bankinn ábyrgðist lánið.

Lánið til þessara hlutabréfakaupa var veitt vegna kaupréttarsamninga starfsmanna Landsbankans á bréfum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×