„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur lék með íslenska landsliðinu í 21 ár. vísir/andri marinó „Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Ferilinn hans er lyginni líkastur. Hann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Sem samherji fattaði ég fljótt að það var nóg að gefa á hann niður í hornið og hann skoraði alltaf. Hann er með þvílíkt sjálftraust, karakter og vægast sagt stórkostlegur leikmaður,“ sagði Logi Geirsson þegar blaðamaður Vísis bað hann um að lýsa Guðjóni Val Sigurðssyni sem tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handbolta. Logi segir að Guðjón Valur sé einfaldlega einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. „Hann er í hópi 20 bestu handboltamanna allra tíma. Hann hefur verið markahæstur í Þýskalandi, meistari í fjórum löndum og lykilmaður í landsliðinu,“ sagði Logi. Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, langfyrstur fram í hraðaupphlaupi.vísir/getty Skildu ekki hvernig hann var alltaf fljótastur Hann segir að Guðjón Valur hafi lagt gríðarlega hart að sér við æfingar og hafi alltaf verið í frábæru formi. „Hann æfði meira en allir. Hann hugsaði vel um sig. Hann spilaði á hæsta getustigi til fertugs. Tvítugir gæjar gátu ekki slegið hann út,“ sagði Logi. „Ég þekki til í Þýskalandi og þeir skilja ekki enn hvernig hann var alltaf fljótastur þrátt fyrir aldurinn. Horfðu á ferilinn hans, hversu marga leiki hann spilaði. Hann var alltaf til staðar og nánast aldrei meiddur. Hann er langbesti vinstri hornamaður sem ég spilaði með og þeir voru margir.“ Guðjón Valur skorar eitt 1879 marka sinna fyrir íslenska landsliðið.vísir/andri marinó Goðsögn í handbolta Guðjón Valur lék í meistaraflokki í aldarfjórðung og með íslenska landsliðinu í 21 ár. „Þetta er einstakur íþróttamaður og verið á toppnum í svo mörg ár. Hann er goðsögn í handbolta. Menn átti sig kannski ekki á því fyrr en eftir 5-10 ár. Þá verður talað um hann í guðatölu,“ sagði Logi. Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu síðasta tímabili á ferlinum.vísir/getty Einkaleyfi á einkennismarkinu Logi segir að verði viðbrigði að sjá ekki Guðjón Val lengur hlaupa langfyrstan fram í hraðaupphlaupi og skora sitt einkennismark. „Hann á að fá einkaleyfi á því. Taka boltann upp með hægri í efstu stöðu, fara upp og klessa boltanum í gólfið nær,“ sagði Logi. „Hann er einstakur. Þú finnur engan sem hefur verið svona góður svona lengi.“ Á síðasta tímabilinu á ferlinum lék Guðjón Valur með Paris Saint-Germain, stórliði sem getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. Samt valdi það fertugan Guðjón Val. Logi segir að hann hafi hætt á toppnum. „Hann afsannar þá kenningu að allt sem fer upp kemur aftur niður,“ sagði Logi að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38