Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:12 Katrín gantaðist með það hversu furðulegt það væri að formaður helsta andstæðings flokksins til margra ára héldi ávarp á degi sem þessum. Vísir/Frikki Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira