Páll Óskar biðst afsökunar á ummælum um gyðinga: „Gekk allt of langt í orðum mínum“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 21:23 Páll Óskar Hjálmtýsson sér eftir orðum sínum um gyðinga. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um gyðinga í Lestinni á Rás 1 í gær í umræðum um Eurovision sem haldið verður í Ísrael í maí næstkomandi. Páll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann beri ábyrgð á þessum ummælum og taki orð sín um gyðinga til baka. Þau hafi verið röng og særandi.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmmælin vöktu furðu og undrun margra en Páll segist ætla aldrei framar að hallmæla gyðingum hvar sem þeir búa í heiminum en tekur fram að ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fái aftur á móti engan afslátt. „Restin af ummælunum standa,“ segir Páll Óskar í yfirlýsingunni þar sem hann viðurkennir fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Hann hafi farið með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga sem hann sér eftir.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Ég ræddi sniðgöngu gegn Eurovision vegna stríðsglæpa Ísraelshers ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV í Lestinni á Rás 1 í gær. Ég viðurkenni fúslega að ég gekk allt of langt í orðum mínum, ég blandaði ríkisstjórn Ísrael, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Ég fór með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga.Orðrétt sagði ég í útvarpsþættinum: “Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“Og undir lok viðtalsins:“Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.”Ég tek fulla ábyrgð á þessum ummælum, tek þessi orð mín um gyðinga til baka, þau eru röng og særandi.Ég sýni ábyrgð mína í verki héðan í frá, og mun aldrei framar hallmæla gyðingum, hvar sem þeir búa í heiminum.Ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fær aftur á móti engan afslátt. Restin af ummælunum standa.Heimurinn hefur verið vitni að áratuga ofbeldi gegn Palestínumönnum og mörgum þótt hrikalegt að fólkið sem Helförin beindist gegn skuli ganga fram með þeim hætti sem Ísraelsher gerir.Eins og gefur að skilja hafa þessar alhæfingar mínar, að blanda saman gyðingum við stjórnarstefnu Zíonista, vakið hörð viðbrögð sem ég tek fúslega ábyrgð á.En eitt af kommentunum sem ég hef séð og er hjartanlega sammála eru eftirfarandi.„Mistökin sem Palli gerir hér er að tala um „gyðinga“ í staðinn fyrir „ríkisstjórn Ísrael“. Ríkisstjórn Ísrael er hópur stríðsglæpamanna sem halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að þurrka hana út hægt og rólega, oft með aðferðafræði sem tekin er beint úr helförinni. Gyðingar eru bara fólk, eins mismunandi og þeir eru margir, búsettir um allan heim og margir hverjir harðir andstæðingar Ísraelsríkis.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um gyðinga í Lestinni á Rás 1 í gær í umræðum um Eurovision sem haldið verður í Ísrael í maí næstkomandi. Páll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann beri ábyrgð á þessum ummælum og taki orð sín um gyðinga til baka. Þau hafi verið röng og særandi.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmmælin vöktu furðu og undrun margra en Páll segist ætla aldrei framar að hallmæla gyðingum hvar sem þeir búa í heiminum en tekur fram að ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fái aftur á móti engan afslátt. „Restin af ummælunum standa,“ segir Páll Óskar í yfirlýsingunni þar sem hann viðurkennir fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Hann hafi farið með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga sem hann sér eftir.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Ég ræddi sniðgöngu gegn Eurovision vegna stríðsglæpa Ísraelshers ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV í Lestinni á Rás 1 í gær. Ég viðurkenni fúslega að ég gekk allt of langt í orðum mínum, ég blandaði ríkisstjórn Ísrael, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Ég fór með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga.Orðrétt sagði ég í útvarpsþættinum: “Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“Og undir lok viðtalsins:“Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.”Ég tek fulla ábyrgð á þessum ummælum, tek þessi orð mín um gyðinga til baka, þau eru röng og særandi.Ég sýni ábyrgð mína í verki héðan í frá, og mun aldrei framar hallmæla gyðingum, hvar sem þeir búa í heiminum.Ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fær aftur á móti engan afslátt. Restin af ummælunum standa.Heimurinn hefur verið vitni að áratuga ofbeldi gegn Palestínumönnum og mörgum þótt hrikalegt að fólkið sem Helförin beindist gegn skuli ganga fram með þeim hætti sem Ísraelsher gerir.Eins og gefur að skilja hafa þessar alhæfingar mínar, að blanda saman gyðingum við stjórnarstefnu Zíonista, vakið hörð viðbrögð sem ég tek fúslega ábyrgð á.En eitt af kommentunum sem ég hef séð og er hjartanlega sammála eru eftirfarandi.„Mistökin sem Palli gerir hér er að tala um „gyðinga“ í staðinn fyrir „ríkisstjórn Ísrael“. Ríkisstjórn Ísrael er hópur stríðsglæpamanna sem halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að þurrka hana út hægt og rólega, oft með aðferðafræði sem tekin er beint úr helförinni. Gyðingar eru bara fólk, eins mismunandi og þeir eru margir, búsettir um allan heim og margir hverjir harðir andstæðingar Ísraelsríkis.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58
Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15