Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2020 12:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið mjög gagnrýninn á yfirvöld Kína. Til að mynda sagðist hann í gær mjög ósáttur með ástandið og sagðist fullviss um að hægt hefði verið að stöðva faraldurinn í upphafi hans. Samkvæmt heimildum NBC News hafa leyniþjónusturnar fengið þau skilaboð að kafa í málið og greina öll gögn frá því tímabili þegar veiran var að stinga upp kollinum. Einnig hefur starfsmönnum þeirra verið skipað að komast að því hvað forsvarsmenn WHO vissu um tvær rannsóknarstöðvar sem notaðar voru til að rannsaka veiruna í borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa áður haldið því fram að yfirvöld Kína hafi ekki greint frá alvarleika faraldursins í upphafi og haldið mikilvægum upplýsingum frá umheiminum sem hefði gert varnir auðveldari. Trump og bandamenn hans hafa varist allri gagnrýni um hægagang og lélegan undirbúning ríkisstjórnar forsetans vegna faraldursins með því að beina spjótum sínum að Kína og WHO. Meðal annars hafa þeir vísað til þessa tísts frá WHO sem birt var þann 14. janúar. Þar segir að bráðabirgðaniðurstöður kínverskra yfirvalda sýni ekki fram á að veiran smitaðist á milli manna. Preliminary investigations conducted by the Chinese authorities have found no clear evidence of human-to-human transmission of the novel #coronavirus (2019-nCoV) identified in #Wuhan, #China . pic.twitter.com/Fnl5P877VG— World Health Organization (WHO) (@WHO) January 14, 2020 Kínverjar hafa á móti haldið því fram að engar afgerandi sannanir séu fyrir því að veiran hafi átt upptök sín þar og jafnvel að faraldurinn hafi myndast í Bandaríkjunum. Veiran greindist þó fyrst í Wuhan og allar vísbendingar benda til þess að þaðan hafi hún borist um allan heim. Evrópusambandið sakaði yfirvöld Kína nýverið um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um faraldurinn. Sjá einnig: Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kínversk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan sagði frá því fyrr í mánuðinum að opinber skjöl frá Kína sýndu fram á að kínverskir embættismenn hafi þagað í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Í fyrstu hrósaði Trump Xi Jinping, forseta Kína, og stjórnvöldum hans fyrir viðbrögð þeirra við útbreiðslu kórónuveirunnar. Eftir því sem áhrif faraldursins urðu meiri í Bandaríkjunum og Trump var gagnrýndur vegna þessa, fór hann að kenna Kínverjum um og hefur það fallið í kramið hjá stuðningsmönnum hans. Xi Jinping, forseti Kína.AP/Xie Huanchi NBC segir bandamenn Trump sannfærða um að hann muni halda áfram að hamra á Kína og að það muni borga sig í kosningunum í nóvember. Trump hefur sömuleiðis gagnrýnt WHO harðlega og sakað stofnunina og forsvarsmenn hennar um að vera undirlægjur Kommúnistaflokksins. Framlög Bandaríkjanna til WHO voru stöðvuð í tvo mánuði í síðustu viku og eru Bandaríkjamenn sagði grafa undan stofnuninni á bakvið tjöldin. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Gagnrýnendur Trump segja þó ljóst að áhersla hans og bandamanna hans á sekt yfirvalda Kína og WHO sé til þess fallin að draga athygli frá því hvaða viðvaranir Trump og starfsmenn hans fengu við faraldrinum í janúar og febrúar, þegar hann var að gera lítið úr honum og veirunni. Leyniþjónustumálanefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa farið fram á öll gögn leyniþjónusta ríkisins sem snúa að faraldrinum. Þessar nefndir eiga ekki rétt á því að fá aðgang að upplýsingapökkum forsetans, það er að segja, þeim kynningum sem hann fær frá leyniþjónustunum. Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Meira en þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveiruna Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið mjög gagnrýninn á yfirvöld Kína. Til að mynda sagðist hann í gær mjög ósáttur með ástandið og sagðist fullviss um að hægt hefði verið að stöðva faraldurinn í upphafi hans. Samkvæmt heimildum NBC News hafa leyniþjónusturnar fengið þau skilaboð að kafa í málið og greina öll gögn frá því tímabili þegar veiran var að stinga upp kollinum. Einnig hefur starfsmönnum þeirra verið skipað að komast að því hvað forsvarsmenn WHO vissu um tvær rannsóknarstöðvar sem notaðar voru til að rannsaka veiruna í borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa áður haldið því fram að yfirvöld Kína hafi ekki greint frá alvarleika faraldursins í upphafi og haldið mikilvægum upplýsingum frá umheiminum sem hefði gert varnir auðveldari. Trump og bandamenn hans hafa varist allri gagnrýni um hægagang og lélegan undirbúning ríkisstjórnar forsetans vegna faraldursins með því að beina spjótum sínum að Kína og WHO. Meðal annars hafa þeir vísað til þessa tísts frá WHO sem birt var þann 14. janúar. Þar segir að bráðabirgðaniðurstöður kínverskra yfirvalda sýni ekki fram á að veiran smitaðist á milli manna. Preliminary investigations conducted by the Chinese authorities have found no clear evidence of human-to-human transmission of the novel #coronavirus (2019-nCoV) identified in #Wuhan, #China . pic.twitter.com/Fnl5P877VG— World Health Organization (WHO) (@WHO) January 14, 2020 Kínverjar hafa á móti haldið því fram að engar afgerandi sannanir séu fyrir því að veiran hafi átt upptök sín þar og jafnvel að faraldurinn hafi myndast í Bandaríkjunum. Veiran greindist þó fyrst í Wuhan og allar vísbendingar benda til þess að þaðan hafi hún borist um allan heim. Evrópusambandið sakaði yfirvöld Kína nýverið um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um faraldurinn. Sjá einnig: Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kínversk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan sagði frá því fyrr í mánuðinum að opinber skjöl frá Kína sýndu fram á að kínverskir embættismenn hafi þagað í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Í fyrstu hrósaði Trump Xi Jinping, forseta Kína, og stjórnvöldum hans fyrir viðbrögð þeirra við útbreiðslu kórónuveirunnar. Eftir því sem áhrif faraldursins urðu meiri í Bandaríkjunum og Trump var gagnrýndur vegna þessa, fór hann að kenna Kínverjum um og hefur það fallið í kramið hjá stuðningsmönnum hans. Xi Jinping, forseti Kína.AP/Xie Huanchi NBC segir bandamenn Trump sannfærða um að hann muni halda áfram að hamra á Kína og að það muni borga sig í kosningunum í nóvember. Trump hefur sömuleiðis gagnrýnt WHO harðlega og sakað stofnunina og forsvarsmenn hennar um að vera undirlægjur Kommúnistaflokksins. Framlög Bandaríkjanna til WHO voru stöðvuð í tvo mánuði í síðustu viku og eru Bandaríkjamenn sagði grafa undan stofnuninni á bakvið tjöldin. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Gagnrýnendur Trump segja þó ljóst að áhersla hans og bandamanna hans á sekt yfirvalda Kína og WHO sé til þess fallin að draga athygli frá því hvaða viðvaranir Trump og starfsmenn hans fengu við faraldrinum í janúar og febrúar, þegar hann var að gera lítið úr honum og veirunni. Leyniþjónustumálanefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa farið fram á öll gögn leyniþjónusta ríkisins sem snúa að faraldrinum. Þessar nefndir eiga ekki rétt á því að fá aðgang að upplýsingapökkum forsetans, það er að segja, þeim kynningum sem hann fær frá leyniþjónustunum. Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Meira en þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveiruna
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira