Innlent

Hittast í dag til að skipuleggja loðnuleit

Fulltrúar útvegsmanna og Hafrannsóknastofnunar ætla að hittast í dag til þess að skipuleggja leit að loðnu á tveimur Hafrannsóknaskipum og nokkrum loðnuskipum í næstu viku.

Þar skýrist væntanlega hversu mörg veiðiskip munu taka þátt í leitinni. Bæði hafrannsóknaskipin eru nú í höfn og er verið að búa þau út í nýja leitarleiðangra sem eiga að hefjast strax eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×