Tólf ára drengur var fluttur á slysadeild eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás við Lækjargötu í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Drengurinn hlaut ekki alvarlega áverka en þó þurfti að sauma nokkur spor við stungusár á handlegg.
Að sögn lögreglu hafði komið til átaka á milli hans og annars þrettán ára drengs sem beitti hnífnum. Sá var ekki handtekinn og er málið nú í höndum barnaverndaryfirvalda.
Í fyrri útgáfu fréttarinnar var mynd af Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skólastjóri Lækjarskóla segir árásina ekki hafa átt sér stað við skólann. Myndinni hefur verið skipt úr.