Innlent

Ákærð fyrir að trufla störf lögreglu

Tuttugu og eins árs gömul kona hefur verið ákærð fyrir að trufla störf lögreglu og neita að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að víkja á brott þegar hún var stödd fyrir utan veitingastaðinn Gauk á Stöng aðfararnótt sunnudagsins 7. október síðastliðinn. Stúlkan braut gegn 19. grein lögreglulaga, en þar segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Málið gegn konunni var þingfest í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×