Innlent

Hvetur Össur líka til þess að fara snemma í háttinn

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Nú sé ég að kollegi minn í ríkisstjórn skrifar um lítið annað á sinni heimasíðu en Dag B. Eggertsson. Það fer samt enginn á taugum í Samfylkingunni við það," sagði Össur Skarphéðinsson í dag og átti þar við tilvitnun Björns Bjarnasonar í orð Dags B Eggertssonar.

Björn fjallar um málið á síðu sinni í kvöld og skrifar. „Þegar ég las skammir Össurar um Gísla Martein, sá ég, að Össur hafði líklega farið á taugum við að lesa tilvitnuna í Dag og síðan leitast við að skrifa sig í svefn með því að ná sér ómaklega niður á Gísla Marteini."

Og hann tekur undir heilræði forsætisráðherra. „Af 13 ára vefsíðureynslu og um 12 ára reynslu af ríkisstjórnarsetu tek ég heilshugar undir heilræði Geirs H. Haarde, að fyrir ráðherra sé best að vinna og skrifa á daginn en sofa á nóttunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×